þriðjudagur, 7. maí 2013

Girðingar og fjallganga

Jæja, þá er búið að endurnýja girðinguna frá Gráhólum að Pokahliðinu, kláraði það í dag,

Jens hringdi í mig og við ákváðum að skella okkur upp á fjall og fara upp Stapaskoruna, Jens hafði aldrei farið þá leið.

Við vorum vel á annan tíma í ferðinni og fórum niður Gönguskarðið í bakaleiðinni, tók nokkrar myndir sem fljóta hér með.

Casinn í girðingarvinnu, verið að strekkja netið.

Efri Stapafossinn lét lítið yfir sér, smá spræna.

Jens að virða Smyrilinn fyrir sér efst í Gönguskarði, Tannastaðir í baksýn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli