þriðjudagur, 25. júní 2013

Ekið upp með Köldukvísl

Ekki spurning að fara og skoða eitthvað eins og veðrið er í kvöld (mánd. 24. júní), stefnan var tekin upp með Köldukvísl um nokkuð greiðfæran veg með grunnum hjólförum víðasthvar.

Fyrsti áfangastaður er fossinn Nefji sem er neðsti foss í Köldukvíslargljúfrinu. Áður en þangað var komið birtist frekar rytjuleg tófa mitt á milli þess að vera í vetrar og sumarbúningnum. Ég snarstoppaði bílinn en lágfóta komst aðeins lengra frá mér áður en myndin var tekin.

Forvitinn refur

Fyrst ég var stoppaður þá var ekki úr vegi að smella nokkrum myndum til viðbótar.




Þá var haldið áfram og ekki hafði ég ekið lengi þegar lóa skaust yfir veginn og þóttist vera vængbrotin, ég elti hana aðeins út á melinn en komst ekki nær en myndin sýnir.


Og aftur ekið af stað þá var það heiðargæs sem varð á vegi mínum.


Þá var ég loksins kominn upp að fossinum Nefja, fallegur foss en nokkuð vatslítill um þessar mundir.



Enn var haldið áfram og nú þurfti ég að fara nokkuð úr leið inn á Búðarhálsinn og var ég alveg við það að snúa við þegar slóðinn snarbeigði til austurs og ég fór aftur að nálgast Köldukvíslargljúfrin.

Þarna opnast allt í einu veröld sem stakk í stúf við alla auðnina sem ég var búinn að aka yfir rétt áður.






Bergrós í gljúfurbarmi

Er ekki fegurð í auðninni?


Tær fjallahylur

Mikið af grjóti


 Þá var haldið heim á leið yfir mela, gegnum jökulurð og fallegar vinjar við tæra fjallalæki.

Kaldakvísl mótsvið Hrauneyjafoss

Ætli þetta sé bautasteinn? Löðmundur í baksýn.


föstudagur, 21. júní 2013

Sólstöður að fjallabaki

Fórum eftir kvöldmat þann 20. júní í frábæru veðri við Ágúst Guðmundsson og ég.

Fórum fyrst að skoða uppspretturnar við Lindarkot, þaðan í Vatnsfell, síðan fram hjá Sigöldu og inn að gljúfrunum þar, síðan lá leiðin inn í Landmannalaugar og þaðan um Dómadal með viðkomu í Landmannahelli.

Ómetanlegt var að fá leiðsögn, fróðleik og jarsögustiklur frá Ágústi.

Vorum komnir aftur í Búðarháls laust fyrir miðnætti.

Að sjálfsögðu var tekið mikið af myndum þó sólin væri lágt á lofti, sjá nokkrar hér fyrir neðan, njótið!

Efsta uppsprettn í drögum lindáinnar

Krossinn, þrjár lindar koma saman

Lindarkot

Horft tilLöðmundar frá Vatnsfelli

Vatnsfellvirkjun

Sigöldustöðin séð í gegnum tengivirkið

Neðsti foss í Sigöldugljúfri

Sigöldugljúfur

Víðir á gljúfurbarmi


Þóristindur í baksýn

Löðmundur séður frá Sigöldu

Frostastaðavatn

Tignarleg sjón við Kýlinga

Við Landmannalaugar

Úfið hraun með fagra baksýn

Við Laugarnar

Séð inn í Jökulgil

Vaðið við Landmannalaugar

Göngubrúin inn í Laugar

Í Landmannalaugum

Óborganleg fegurð

Gústi á tali við kollega

Barmar Ljótapolls

Frostastaðavatn séð frá Dómadalsleið

Landvættasæti

Landmannahellir

Séð frá Landmannahelli

Rauðfoss


Sýnishorn af Rauðfossafjöllum

Á Dómadalsleið

Tungl- og Sólskin

Séð frá Ísakoti