miðvikudagur, 29. maí 2013

Rótorinn settur niður

Í dag var rótorinn í vél 1 settur niður, hann vegur um 110 tonn og þurfti að nota báða kranana til niðursetningarinnar.
Tók nokkrar myndir við þetta tækifæri......

Herðartréð

80 tonna blökk

Tengt við rótorinn

Tómt sátur

Aðeins búið að lyfta

Komið vel upp

Komið vel af stað


Þá er að færa yfir sátrið

Byrjað að slaka niður

Mjakast niður

Tvær svona 80 tn. blakkir notaðar við hífinguna

Er að komast niður á túrbínuöxulinn

Og áfram mjakast rótorinn niður

Rótorinn kominn á sinn stað,
sátrið fyrir 2 vélina í baksýn

mánudagur, 27. maí 2013

Mánudagur 27. maí

Tók nokkrar myndir á leiðinni uppeftir í morgun og eins þegar ég þurfti að skreppa á Selfoss í eftirmiðdaginn....

Vindmyllur á fullu

Ungviðið að leika sér

Í skjóli mömmu

Útsýnið á Skeiðunum

Hjálparfoss

Sitt lítið af hverju. Búrfell, myllur og girðing

fimmtudagur, 23. maí 2013

Panorama myndir

Tók þessar myndir í dag og setti saman þær eru allar samsettar.

Þetta er mynd af Statornum í vél 2 sem er verið að byrja að setja saman, síðan mynd af stöðvarhúsinu og næsta umhverfi og svo tók ég mynd af sumarhöllinni hans Gústa og Ingu sem óðum er að taka á sig endanlega mynd.

Statorinn (sátrið)

Stoðvarhús, inntakslokuhús, 

Gústa og Ingu hús

laugardagur, 18. maí 2013

Girðingavinna

Þá er að ditta að girðingunum, var ekki með myndavélina en tók tvær myndir á símann, hér koma þær....



sunnudagur, 12. maí 2013

Sunnudagsmyndir

Rólegt í sauðburðinum í dag tók nokkrar myndir, hér eru nokkrar...

Tvær í takkt

Ekkert smá stórt lamb nýfætt

Tvö í tilhugalífi

Sætar systur

miðvikudagur, 8. maí 2013

Sauðburður 2013

Í dag komu Ari Hrafn, Daníe Máni, Helena og Arna Margrét í heimsókn að skoða lömbin sem komin eru, hér eru nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri......

Svon, svona vertu góð

En hvað lambið er mjúkt.....

Æ, æ á að fara að marka þig

Svona er í sveitinni

Bara nokkuð bóndalegur

Mynd á móti mynd

Uppstilling í sveitinni


Bæti nokkrum myndum við..........








Þá er sauðburðurinn byrjaður. Kolla byrjaði og kom með tvær fallegar lambadrottningar rétt fyrir miðnættið í gær, tók nokkrar myndir í morgunsárið.

Kolla með Drottningarnar sínar

Tjaldurinn farinn að vappa um túnin

Spóinn farinn að vella

Mia fylgist vel með

Ein stollt móðir

Eins gott að fara öllu með gát

þriðjudagur, 7. maí 2013

Girðingar og fjallganga

Jæja, þá er búið að endurnýja girðinguna frá Gráhólum að Pokahliðinu, kláraði það í dag,

Jens hringdi í mig og við ákváðum að skella okkur upp á fjall og fara upp Stapaskoruna, Jens hafði aldrei farið þá leið.

Við vorum vel á annan tíma í ferðinni og fórum niður Gönguskarðið í bakaleiðinni, tók nokkrar myndir sem fljóta hér með.

Casinn í girðingarvinnu, verið að strekkja netið.

Efri Stapafossinn lét lítið yfir sér, smá spræna.

Jens að virða Smyrilinn fyrir sér efst í Gönguskarði, Tannastaðir í baksýn.