þriðjudagur, 25. júní 2013

Ekið upp með Köldukvísl

Ekki spurning að fara og skoða eitthvað eins og veðrið er í kvöld (mánd. 24. júní), stefnan var tekin upp með Köldukvísl um nokkuð greiðfæran veg með grunnum hjólförum víðasthvar.

Fyrsti áfangastaður er fossinn Nefji sem er neðsti foss í Köldukvíslargljúfrinu. Áður en þangað var komið birtist frekar rytjuleg tófa mitt á milli þess að vera í vetrar og sumarbúningnum. Ég snarstoppaði bílinn en lágfóta komst aðeins lengra frá mér áður en myndin var tekin.

Forvitinn refur

Fyrst ég var stoppaður þá var ekki úr vegi að smella nokkrum myndum til viðbótar.




Þá var haldið áfram og ekki hafði ég ekið lengi þegar lóa skaust yfir veginn og þóttist vera vængbrotin, ég elti hana aðeins út á melinn en komst ekki nær en myndin sýnir.


Og aftur ekið af stað þá var það heiðargæs sem varð á vegi mínum.


Þá var ég loksins kominn upp að fossinum Nefja, fallegur foss en nokkuð vatslítill um þessar mundir.



Enn var haldið áfram og nú þurfti ég að fara nokkuð úr leið inn á Búðarhálsinn og var ég alveg við það að snúa við þegar slóðinn snarbeigði til austurs og ég fór aftur að nálgast Köldukvíslargljúfrin.

Þarna opnast allt í einu veröld sem stakk í stúf við alla auðnina sem ég var búinn að aka yfir rétt áður.






Bergrós í gljúfurbarmi

Er ekki fegurð í auðninni?


Tær fjallahylur

Mikið af grjóti


 Þá var haldið heim á leið yfir mela, gegnum jökulurð og fallegar vinjar við tæra fjallalæki.

Kaldakvísl mótsvið Hrauneyjafoss

Ætli þetta sé bautasteinn? Löðmundur í baksýn.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli