fimmtudagur, 8. ágúst 2013

Gengið um Gerpissvæði


Ágætu bloggskoðarar þá skal sagt næst frá því að við fórum þrjú úr fjölskyldunni  þ.e. ég, Svava Júlía og Ingvarí í gönguferð um Gerðissvæðið en það er austasti hluti landsins, ásamt 12 öðrum vöskum göngugörpum. Við gengum frá Karlsskála sem er gamalt eyðibýli rétt austan við Eskifjarðarkaupstað að Grænanesi sem er bær við innanverðan Norðfjörð alls rúmlega 80 kílómetrar á fjórum dögum.

Ætla ég að lýsa hér ferðinni á síðunni í máli og myndum og þá helst myndum.

Lagt var af stað frá Selfossi upp úr hádegi 27. júlí og var gist á Kirkjubæjarklaustri í ágætis íbúð sem Rarik á þar.

Sunnudagsmorguninn 28. var haldið áfram með viðkomu á Höfn til Neskaupsstaðar og gist á tjaldsvæðinu. Á mánudagsmorguninn var haldið að Skorrastöðum III rétt innan við Neskaupstað en þar voru bílarnir skildir eftir og og ekið með rútu til Eskifjarðar og út að Karlsskála þar sem gangan hófst.

DAGUR 1
Fyrsta daginn var gengið frá Karlsskála eins og sagt hefur verið áður inn í Völavík með viðkomu á Steinahjalla og flak af herflugvél sem þar fórst 1941 skoðað, en Steinahjalli er í 300 m hæð.
Gist var svo fyrstu nóttina á Karlstöðum í Vöðlavík í mjög góðum skála sem Ferðafélag Austfirðinga á.

Búist til ferðar

Fyrsti áfangi framundan

Upplýsingaskilti skoðað við Karlsskála

Dittað að legghlífum

Doddi leiðsögumaður

Leifar af íbúðarhúsinu en það brann 1951

Áning

Stórbrotnir fjöruklettar

Klettavík með Skrúð í baksýn

Kátir göngufélagar

Hestastóð í hagagöngu

Föngulegur hópur að virða fyrir sér útsýnið

Höttur vildi athuga hvort einhver ætti ekki brauð

Lagt upp á Steinahjalla

Hjólahlutar

Búkur vélarinnar þar sem vængur hefur verið festur við

Leifar af 10 strokka V-vél

Doddi, Ottó Valur og Pétur

Svava hýr á brá

Minningarskjöldur um þá sem fórust með vélinni

Haldið niður áleiðis í Vöðlavík

Yfir skriður

Steinn með gati í Krossnesi

Annað stóð í veginum

Séð inn í Vöðlavík

Kirkjubólsá vaðin

Kvöldmaturinn tekinn til

Tekin nokkur lög með undirleik Dodda fyrir svefninn



Dagur 2

Þegar vaknað var á þriðjudagsmorgni annars göngudags var þungbúinn fjallahringur sem blasti við árrisulum göngugörpum.

Eftir að allir voru búnir að ganga frá og sópa og skúra út úr þessum fína skála sem Ferðafélag Austfirðinga á í Vöðlavík var lagt af stað stundvíslega kl. 9.

Gengið var að og skoðaðar nokkrar gamlar tóftir og eyðibýli þarna í Vöðlavík áður en gengið var upp í Gerpisskarð sem hulið var þoku.

Erfiðlega gekk að finna Guðrúnargjá sem er gengið er um efst í Gerpisskarði vegna niðaþoku en allt fór á besta veg að lokum.

Gerpisskað reyndist vera rúmlega 630 m hátt yfir sjó en leiðin upp er ekkert sérlega brött nema réttt efst í skarðinu.

Vegna þoku var ákveðið að fara alveg niður í Sandvík sem er næsta vík við Vöðlavík frekar en halda hæð inn að Sandvíkurskarði og koma þá aldrei niður úr þokunni eins og áætlað var í fyrstu.

Á leiðinni niður í Sandvík var gengið framhjá Gerpisvatni sem sást ekki mikið vegna þoku og áð var svo við skipbrotsmannaskýlið í Sandvík áður en gengið var aftur upp og yfir Sandvíkurskarð sem reyndist vera í 515 mys.

Uppi í Sandvíkurskarði rofaði til, sást ágætlega til, með útsýni yfir Norðfjörð og aðra firði ss. Viðfjörð, Hellufjörð og út á Barðsnes en þangað varferðinni heitið.

Karlsstaðir, skáli Ferðafélags Austfirðinga

Tilbúinn til brottfarar

Tóftir gamla kaupfélagsins skoðaðar

Hringdans stiginn á gólfi gamla samkomuhússins í Vöðlavík

Og vals

Gengið að Ímustöðum

Ímustaðir

Heitipotturinn á Ímustöðum

Lýsing á leiðinni framundan

Vaðlar

Vaðla eldhúsið

Lúginn gluggi

Ekki lengur tengt

Gengið upp í þokuna í Gerpisskarði

Ottó Valur leitar uppgöngu

Fikra sig áfram undur Guðrúnargjá

Einn í þokunni

Neðst í Guðrúnargjá

Gengið upp Guðrúnargjá

Efst í Gerpisskarði

Gengið á fönn niður í Sandvík

Hreindýrshorn skoðuð

Við Gerpisvatn

Séð niður í Sandvík

Skipbrotsmannaskýlið í Sandvík framundan

Sandvíkurskarð 

Áð í Sandvíkurskarði

Útsýnið ú Sandvíkurskarði

Tilbúinn að halda áfram

Kynjamyndir í klettum

Áfangastaðurinn Barðsnes

Kvöldmatur tekinn til

Pottrétturinn undirbúinn

Smakkað á heimabökuðu brauði hjá Dodda fararstjóra